UM ASÍ-UNG

Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eru um 110 þúsund. Stór hluti þess hóps er á aldrinum 16-35 ára en á þeim aldri er ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, öðlast mikilvæga starfsreynslu, stofna fjölskyldur og kaupa íbúðarhúsnæði svo eitthvað sé nefnt.

Það er mikilvægt að rödd þessa hóps heyrist innan Alþýðusambandsins og því var ákveðið á þingi ASÍ 2010 að stofna vettvang fyrir ungt launafólk innan aðildarfélaga ASÍ. Fyrsta þing ASÍ-UNG var svo haldið á vormánuðum 2011 og 2. þingið í september 2012.

Helstu verkefni ASÍ-UNG

Meðal helstu verkefna ASÍ–UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi þeirra og skyldur og starfsemi stéttarfélaganna. Þá er ASÍ-UNG ætlað að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.

Sverrir, Gísli, Hrefna, Guðni, Guðfinna, Friðrik, Hrönn, Valur og Ingólfur.

Stjórn ASÍ-UNG 2012 – 2014

Formaður: Guðni Gunnarsson, VM
Varaformaður: Hrefna Gerður Björnsdóttir, Aldan stéttarfélag
Friðrik Guðni Óskarsson, Félag iðn- og tæknigreina
Gísli Jósep Hreggviðsson, Mjólkurfræðingafélag Íslands
Guðfinna Ólafsdóttir, VR
Hrönn Jónsdóttir, Félag bókagerðarmanna
Ingólfur Björgvin Jónsson, Efling
Sverrir K. Einarsson, Afl Starfsgreinafélag
Valur Sigurgeirsson, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri
Varastjórn:

Bjarki Þór Aðalsteinsson, Vfl. Akraness
Björn Ingi Björnsson, Félag tæknifólks í rafiðnaði
Eva Dögg Hjaltadóttir, Báran stéttarfélag
Elín Guðrún Tómasdóttir, Stéttarfélag Vesturlands
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri
Hörður Bragason, Félag rafeindavirkja
Kári Kristjánsson, Framsýn
Lárus Arnar Sölvason, Félag hársnyrtisveina
Lilja Sigurðardóttir, Verslunarmannafélag Skagafjarðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei