Í kjarasamningum er starfsmönnum tryggður réttur til fjarvista frá vinnu vegna veikinda barna án þess að launagreiðslur falli niður. Almennt er rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili.
Veikindaréttur vegna barna er sá sami hvort sem börn starfsmanns eru eitt eða fleiri.
Mundu að tilkynna atvinnurekanda um fjarvistir vegna veikinda barna.