Veikist þú þegar þú átt að vera í vinnu hefur þú rétt til að vera heima komist þú ekki til vinnu vegna veikindanna. Veikindarétturinn kann að vera mismunandi eftir kjarasamningum en í lögum er öllum tryggður ákveðinn lágmarksveikindaréttur. Sá réttur er tveir dagar fyrir hvern unnin mánuð.
Réttur til launagreiðslna í veikindaforföllum kann að vera mismunandi eftir kjarasamningum en meginreglan er sú að veikur starfsmaður á að vera eins settur fjárhagslega og ef forföll hefði ekki borið að höndum.
Ef þú ert í vafa um hver veikindaréttur þinn er eða réttur til greiðslna hafðu samband við stéttarfélagið þitt.
Mundu að veikindi ber alltaf að tilkynna vinnuveitenda, að öðrum kosti kann réttur þinn til greiðslna launa í veikindaforföllum að falla niður.