Ef þú slasast við vinnu eða á leið til og frá vinnu áttu slysarétt auk hefðbundins veikindaréttar, þ.e. rétt til greiðslu dagvinnulauna í allt að 3 mánuði.
Sé slysið á ábyrgð atvinnurekanda, þ.e. slysinu er einhverjum þeim aðstæðum um að kenna sem atvinnurekandi bar ábyrgð á, tekur við enn víðtækari réttur en að framan greinir. Við slíkar aðstæður, eða ef grunsemdir vakna um að slíkar aðstæður hafi verið fyrir hendi, er mikilvægt að leita strax aðstoðar stéttarfélagsins en það hefur lögmenn til að aðstoða félagsmenn eigi þeir rétt á frekari bótum frá atvinnurekanda.
Mundu að hafa samband við stéttarfélagið ef þú slasast við vinnu.