Ef þú ert atvinnulaus er mikilvægt að þú skráir þig hjá Vinnumálastofnun. Þannig áttu rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta en einnig eru til staðar úrræði fyrir unga atvinnuleitendur sem miða að því að bjóða þeim starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttöku í öðrum verkefnum.
Vinnumálastofnun sér um framkvæmd sérstaks átaks „Ungt fólk til athafna“ og er markmiðið að aldrei skuli líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur á aldrinum 16-29 ára verður atvinnulaus og þar til ný tækifæri hafi boðist honum.
Með átakinu er ungum atvinnuleitendum gefinn möguleiki á að koma sér af stað í námi, öðlast starfsréttindi eða kynnast nýjum starfsvettvangi sér að kostnaðarlausu.
Mundu eftir að hafa samband við Vinnumálastofnun – þar verða þér kynnt þau úrræði sem í boði eru.