Kynferðisleg áreitni er með öllu óheimil á vinnustað.
Það er upplifun þess sem verður fyrir áreitni sem skiptir mestu máli þegar metið er hvort um kynferðislega áreitni sé að ræða. Kynferðisleg áreitni hefur verið skilgreind sem kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.
Ef þú verður fyrir eða hefur vitneskju um kynferðislega áreitni eða annars konar einelti á vinnustað skaltu upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það.
Atvinnurekanda ber að bregðast við eins fljótt og kostur er og er atvinnurekendum skylt að gera ráðstafanir til að starfsfólk verði ekki fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað.