Tilkynning um fæðingarorlof

Það er mikilvægt að tilkynna atvinnurekenda um fyrirhugað fæðingarorlof eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barnsins.

Tilkynna skal skriflega um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs enda nýtur starfsmaður ákveðinnar verndar gegn uppsögnum eftir að tilkynnt hefur verið um töku orlofsins. Í tilkynningu skal taka fram fyrirhugaðan upphafsdag orlofs, lengd og tilhögun. Atvinnurekandi þarf að árita tilkynninguna um móttöku og afhenda starfsmanni afrit hennar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei