Til þess að eiga rétt á greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði þurfa foreldrar að hafa verið samfellt í 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingu barns.
Mánaðarleg greiðsla til starfsmanns í fæðingarorlofi nemur 80% af meðaltali heildarlauna á 12 mánaða tímabili sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns.
Fjárhæð greiðslu nemur 80% af meðaltali heildarlauna að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð sem umfram er en þó aldrei hærra en 350.000 kr.
Mundu að sækja þarf um skriflega til Fæðingarorlofssjóðs um greiðslur í fæðingarorlofi.