Ferilskrá

Góð og vel unnin ferilskrá getur skipt sköpum þegar sótt er um starf. Ferilskráin veitir væntanlegum atvinnurekanda mikilvægar upplýsingar um reynslu þína, menntun og fyrri störf.

Það er því nauðsynlegt að vanda til verka þegar ferilskrá er unnin og gefa sér góðan tíma í þá vinnu. Láttu góða mynd fylgja af þér í ferilskránni.

Mundu að gott kann að vera að fá aðstoð við yfirlestur og frágang ferilskrár þegar hún er unnin í fyrsta sinn.

Hér má sjá tillögu að ferilskrá en rétt að benda á að ferilskrá má útbúa með margvíslegum hætti.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei