Félagsmálaskólinn hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að byggja upp þekkingu trúnaðarmanna og talsmanna stéttarfélaga til að efla þá í starfi svo þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.
Námskeið metin til eininga
Trúnaðarmannafræðslan hefur verið einn af lykilþáttum í fræðslumálum ASÍ og er þar lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Gefnar hafa verið út tvær námsskrár fyrir trúnaðarmannanámskeiðin hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hægt er að fá námskeiðin metin til eininga á framhaldsskólastigi sem eykur verðmæti námsins.
Margir af helstu forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar hafa byrjað sinn feril sem trúnaðarmenn. Auk hinna hefðbundnu trúnaðarmannanámskeiða býður Félagsmálaskólinn uppá margskonar aðra fræðslu.