Þegar þú hættir störfum vegna aldurs þarftu tekjur til að framfleyta þér. Lífeyrissjóðir tryggja þér eftirlaun í ellinni en einnig greiðslu örorkubóta og barnabóta ef þú missir starfsgetu fyrr á starfsævinni.
Ef launamaður sem greiðir í lífeyrissjóð deyr vegna veikinda eða slyss tryggja lífeyrissjóðir sömuleiðis eftirlifandi maka makabætur og barnabætur. Þannig gegna lífeyrissjóðirnir mikilvægu hlutverki sem fjölskyldutrygging fyrir ungt fólk sem lendir í alvarlegum áföllum.
Nánari upplýsingar er m.a. að fá hér.