Það er grundvallarregla í íslensku samfélagi að óheimilt sé að mismuna fólki á grundvelli t.d. kynferðis eða þjóðernis. Atvinnurekandi getur því ekki greitt mishá laun vegna kynferðis og ekki t.d.eingöngu sagt konum á vinnustað upp störfum vegna kynferðis þeirra.
Laun og önnur starfskjör sem fjallað er um í kjarasamningum gilda um alla þá sem vinna þau störf sem samningurinn fjallar um; bæði karla og konur og óháð kynþætti viðkomandi.
Mundu að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.