Hvað gerir trúnaðarmaður?

Á öllum vinnustöðum þar sem starfa fleiri en 5 starfsmenn á að vera trúnaðarmaður starfandi. Trúnaðarmaðurinn á að gæta þess að ráðningar- og kjarasamningar séu haldnir af atvinnurekanda og að ekki sé gengið á rétt starfsmanna.

Trúnaðarmaðurinn er í raun fulltrúi starfsmanna og stéttarfélagsins gagnvart atvinnurekanda og til hans geta starfsmenn leitað telja þeir að atvinnurekandi virði ekki kjarasamninga.
Þá er trúnaðarmaður fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og getur veitt upplýsingar um starfsemi þess og þjónustu.

Þú skalt leita til trúnaðarmannsins með umkvartanir þínar og trúnaðarmanni ber að sinna þeim þegar í stað og hefur heimild til að sinna slíkum störfum í vinnutímanum.

Mundu að ef þú ert nýr á vinnustað getur trúnaðarmaður frætt þig um helstu reglur og venjur á vinnustaðnum og veitt þér upplýsingar um stéttarfélagið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei