Hvað greiði ég í lífeyrissjóð?

Launafólk greiðir 4% af launum sínum til lífeyrissjóðs og atvinnurekandi leggur 8% mótframlag til sjóðsins.

Þá er hægt að greiða í séreignarsjóð en sú inneign sem þannig safnast upp á starfstíma þínum er þín séreign og kemur til viðbótar hinum hefðbundnu lífeyrisgreiðslum. Launafólk greiðir 2% af heildarlaunum í séreignarsparnað á móti 2% frá atvinnurekanda.

Greiðsla í séreignarsjóð er skynsamleg sparnaðarleið því sú fjárhæð sem safnast er eign þín og erfist t.d. að þér látnum og mótframlag atvinnurekanda veldur því að sparnaður vex hraðar en ef starfsmaðurinn leggur einungis fyrir sjálfur með hefðbundnum sparnaðarleiðum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei