Öll stéttarfélög halda reglulega fundi með félagsmönnum sínum þar sem félagsmenn fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós, bæði hvað varðar starf stéttarfélagsins en eins um hagsmuni launafólks. Á þessum fundum hafa félagsmenn líka tækifæri til að greiða atkvæði um það hverjir sitja í stjórn stéttarfélagsins og hver meginverkefni og stefna félagsins eigi að vera.
Taktu þátt – þannig hefur þú áhrif!