Auk réttar til fæðingarolofs hefur foreldri rétt til að taka foreldraorlof í allt að fjóra mánuði vegna hvers barns. Foreldraorlof er ólaunað orlof þ.e.a.s. engar greiðslur hvorki frá atvinnurekanda né Fæðingarorlofssjóði fylgja foreldraorlofi.
Réttur til töku foreldrarorlofsins fellur niður þegar barn nær 8 ára aldri.
Mikill sveigjanleiki er til staðar varðandi tilhögun foreldraorlofs. Þannig getur foreldri dreift foreldraorlofi með þeim hætti að að starfshlutfall verði t.d. 80% þangað til samtals fjögurra mánaða starfstímabili er náð eða tekið fjögurra mánaða orlof í einu lagi eða jafnvel skipt því niður á fleiri tímabil..
Tilkynna þarf atvinnurekanda um töku foreldraorlofs í síðasta lagi sex vikum fyrir upphafsdag orlofsins.