Það er mjög mikilvægt að öryggismál séu í traustum og föstum skorðum á vinnustöðum.
Eftirfarandi öryggisatriði skaltu hafa í huga:
- Lærðu rétt vinnubrögð.
- Kynntu þér leiðbeiningar um efni, vélar og áhöld sem unnið er með og farðu eftir þeim.
- Gakktu vel um, settu áhöld á sína staði, fjarlægðu það sem getur valdið því að einhver reki sig á eða hrasi, gættu þess að stæður eða einstakir hlutir geti ekki fallið á fólk.
- Veldu vinnuföt og skó með hliðsjón af öryggi.
- Notaðu öryggishlífar þar sem þörf krefur.
- Reyndu að ofþreyta þig ekki, því að þreyta sljóvgar dómgreind og eykur þannig slysahættu.
- Gerðu þitt til þess að atvinnurekandi tilkynni slys til Vinnueftirlits ríkisins og athugað verði hvort hægt sé að fyrirbyggja það að svipað slys geti endurtekið sig.
Hafðu samband við öryggistrúnaðarmann á þínum vinnustað ef þú telur að öryggis- og aðbúnaðarmál séu ekki fullnægjandi.