Sumir atvinnurekendur hvetja starfsmenn sína til að vinna störf sem sem verktakar.
Ef atvinnurekandinn þinn hvetur þig til að undirrita verktakasamning skaltu huga vel að því hvaða afleiðingar það hefur fyrir þig.
Ef þú starfar sem verktaki ertu í raun að reka lítið fyrirtæki. Verktaki nýtur ekki sömu verndar og venjulegt launafólk. Verktaki á ekki rétt til launaðs orlofs, uppsagnarrétt, launa í veikindum og vegna slysa. Þá þurfa verktakar að standa sjálfir skil á staðgreiðslu skatta og tryggingargjaldi.
Alla þessa þætti þarftu sjálfur að tryggja þig fyrir starfir þú sem verktaki þannig að launin þurfa að vera verulega hærri en þú hefðir fengið sem launamaður.
Talaðu við stéttarfélagið ef þú hefur frekari spurningar um verktöku.