Stundum bjóða atvinnurekendur fólki svarta vinnu sem felst þá í því að launagreiðslur eiga að vera hærri gegn því að launin séu ekki gefin upp til skatts.
Svört vinna er ólögleg og getur varðað viðurlögum og háum sektargreiðslum.
Þá tryggir svört vinna launamanninum ekki margvísleg réttindi sem hann ætti ella rétt á og getur varðað miklu lendi starfsmaðurinn í áföllum.
Mundu að það er ólöglegt að stunda svarta vinnu!