Laun og starfskjör

Um launin og önnur starfskjör er fyrst og fremst fjallað í kjarasamningum. Mikilvægt er að þú vitir hvaða kjarasamningur gildir um starfið sem þú ert að ráða þig í, því þá getur þú aflað þér upplýsinga um launakjör, réttindi og skyldur sem gilda um starfið. Flesta kjarasamninga má sjá á heimasíðum stéttarfélaganna.

Það er grundvallaratriði að laun og önnur starfskjör sem þú semur um við atvinnurekanda mega ekki vera lakari en kveðið er á um í kjarasamningi. Þannig er t.d. ekki heimilt að greiða þér dagvinnukaup fyrir yfirvinnu eða kveða á um skemmri uppsagnarfrest en kjarasamningurinn heimilar. Það er aftur á móti heimilt að greiða þér hærri laun og veita þér betri starfskjör en kveðið er á um í kjarasamningi.

Áður en þú hefur störf eiga laun og aðrar greiðslur að liggja fyrir því erfiðara kann að vera að semja um slíkt við atvinnurekanda þegar þú hefur hafið störf.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei