Viltu starfa sem trúnaðarmaður?

Hafir þú áhuga á að starfa sem trúnaðarmaður skaltu hafa samband við stéttarfélagið þitt og láta þá vita af áhuga þínum. Það er mjög lærdómsríkt að starfa sem trúnaðarmaður enda fjölmörg námskeið í boði fyrir trúnaðarmenn auk þess sem starf trúnaðarmannsins eflir almennt færni þína á vinnumarkaði.

Trúnaðarmenn eru kosnir af samstarfsmönnum sínum til tveggja ára. Ef ekki er hægt að kjósa trúnaðarmann af einhverjum ástæðum tilnefnir stéttarfélagið einstakling til starfans.

Trúnaðarmönnum gefst kostur á að sækja margvísleg námskeið sem skipulögð eru af stéttarfélögunum og miða að því að gera þá hæfari í starfi. Hver trúnaðarmaður hefur rétt til að sækja námskeið í samtals eina viku á ári og halda dagvinnutekjum á sama tíma. Námskeiðin eru mjög fjölbreytt og fræðandi t.d. um samskipti á vinnustað, launaútreikninga og ræðumennsku og framkomu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei