Það fer eftir því hvaða starfi þú sinnir og fyrir hvaða atvinnurekanda. Þeir sem starfa hjá einkafyrirtækjum eru í almennu stéttarfélögunum en starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru í stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Skiptingin er þó ekki svo einföld því stór hluti starfsmanna ríkis og sveitarfélaga er í almennu stéttarfélögunum t.d. ófaglært starfsfólk hjá hinu opinbera.
Til að fá upplýsingar um í hvaða stéttarfélag þú átt að greiða skaltu tala við atvinnurekanda eða trúnaðarmann á þínum vinnustað.
Hér eru tenglar á heimasvæði aðildarfélaga ASÍ þar sem nálgast má upplýsingar um hverjir geta orðið félagsmenn stéttarfélaganna.