Tímabundin eða ótímabundin ráðning

Ráðningarsamningar geta annað hvort verið tímabundnir, t.d. frá 1. júní til 1. september eða ótímabundir þ.e.a.s. án lokadags ráðningar.

Sé ekki tekið fram í ráðningarsamningi að hann sé tímabundinn er litið svo á að samningurinn sé ótímabundinn.

Sé ráðningarsamningur tímabundinn þarf ekki að segja honum upp heldur lýkur ráðningu á þeim degi sem tekið er fram í samningum og starfsmaður lætur af störfum.  Ótímabundnum ráðningarsamningi þarf að segja upp með þeim uppsagnarfresti sem kveðið er á um í kjarasamningi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei