Við útborgun launa áttu ávallt rétt á því að fá í hendur launaseðil.
Á launaseðlinum þínum á að sundurliða allar þær greiðslur sem liggja heildarlaunum þínum til grundvallar. Frá heildarlaunum þínum ber atvinnurekanda að draga frá m.a. staðgreiðslu skatta, lífeyrisiðgjöld, félagsgjöld o.s.frv. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á að koma þessum frádráttargreiðslum til skila til réttra aðila. Það sem eftir stendur eru útborguð laun þín.
Ef þú áttar þig ekki á þeim upplýsingum sem koma fram á launaseðlinum þín hafðu samband við stéttarfélagið þitt og þar færðu góða aðstoð.
Ef þú telur að skekkja sé í launaútreikningi eða launin fást ekki greidd skaltu ennfremur hafa strax samband við trúnaðarmann á vinnustaðnum þínum eða skrifstofu stéttarfélagsins.
Hér má sjá dæmi um hvernig launaseðill á að líta út.