Það þekkist að atvinnurekendur semji við starfsmenn sína um greiðslu jafnaðarkaups.
Jafnaðarkaup er ekki til sem sérstakur taxti og hættan ef að atvinnurekandi vill greiða þér jafnaðarkaup er að þú fáir í heildina lægri laun en þú hefðir fengið ef þú hefðir fengið greiddan dagvinnutaxta fyrir dagvinnu og yfirvinnutaxta fyrir yfirvinnu.
Ef atvinnurekandi segir að það sé venja hjá fyrirtækinu að greiða mönnum jafnaðarkaup skaltu fá að sjá forsendur útreikninga og bera þá undir stéttarfélagið þitt. Reynsla stéttarfélaganna sýnir að oft eru útreikningarnir rangir.
Mundu að jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum!