Þegar þú sækir um starf er mikilvægt að senda atvinnurekanda góða starfsumsókn eða umsóknarbréf ásamt ferilskrá. Fjöldi umsækjenda kann að vera um laust starf og því skiptir miklu máli að atvinnurekanda lítist vel á starfsumsókn þína úr stórum hópi umsókna.
Gættu að því að starfsumsóknin sé skýr um það hvaða starf er sótt um og hvers vegna þú telur að starfið henti þér. Ekki endurtaka upplýsingar sem koma fram í ferilskrá í starfsumsókninni. Starfsumsóknin er viðbót við ferilskrána.
Nauðsynlegt er að láta fullt nafn, símanúmer og netfang fylgja umsókn svo atvinnurekandi geti haft samband við þig vilji hann bjóða þér til viðtals.
Gættu að því að fara vel yfir starfsumsókn með tilliti til málfars og stafsetningar og fáðu aðstoð ef þú telur þig þurfa á því að halda.
Hér má sjá tillögu að umsóknarbréfi.