Hvíld og frídagar

Starfsmaður á rétt á a.m.k. 11 klst. samfelldri hvíld á hverjum sólarhring en við mjög sérstakar aðstæður er heimilt að skerða hvíldina og eins vegna vaktavinnu og þá má hvíld vera átta stundir.

Almennt áttu rétt á tveimur frídögum í hverri viku en telst annar þeirra vera hvíldardagur og skal sá tengjast beint daglegum hvíldartíma. Þú átt því að fá 35 klst. samfellda hvíld einu sinni í viku.

Hámarksvinnutími að yfirvinnu meðtalinni skal ekki vera meira en 48 klst. á viku á hverjum fjórum mánuðum.

Mundu að vinnutímareglur eru nokkuð mismunandi eftir kjarasamningum og því skaltu kynna þér vel hver réttur þinn er t.d. með því að ræða við trúnaðarmann eða stéttarfélagið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei