Kjarasamningur

Í öllum ráðningarsamningum þarf að koma fram hvaða kjarasamningur gildir um starfið. Þau atriði sem ekki er fjallað um í ráðningarsamningum er fjallað um í kjarasamningnum.

Í kjarasamningum er kveðið á um flest þau atriði sem reyna kann á í ráðningarsambandinu svo sem veikindarétt, orlofsrétt, greiðslur fyrir yfirvinnu, matar- og kaffitíma, uppsagnarfrest o.fl.

Ef þú ert ekki klár á hver starfskjör þín eigi að vera er nauðsynlegt að þú aflir þér upplýsinga um kjarasamninginn annað hvort með því að kynna þér efni hans, tala við trúnaðarmann á vinnustað eða leita til stéttarfélagsins.

Mundu að laun og starfskjör þín mega ekki vera verri en kveðið er á um í kjarasamningi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei